Okkur er treyst til góðra verka

Prógramm hjálpar viðskiptavinum sínum að ná aukinni skilvirkni og hagræði í rekstri með því að sérsníða tölvukerfi að starfsemi þeirra.
Við erum sérfræðingar í hönnun, þróun og rekstri tölvukerfa sem byggja á umfangsmikilli vinnslu og miklu álagi.
Hvernig getum við aðstoðað?

Prógramm hefur hátt í 15 ára reynslu af hönnun, smíði og þjónustu sérhæfðra tölvukerfa fyrir fyrirtæki og stofnanir á Íslandi. Fyrirtækið hefur þróað mörg af umfangsmestu tölvukerfum landsins sem mikið ríður á að virki alltaf rétt undir miklu álagi.

Fyrirtækið leitast við að hjálpa viðskiptavinum sínum að hámarka fjárfestingu sína í tölvukerfum með samþættingu þeirra, aukinni sjálfvirkni viðskiptaferla, bættum aðgangi að gögnum og sjálfsafgreiðslu viðskiptavina.

Prógramm leggur áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu og hefur hagsmuni viðskiptavina sinna að leiðarljósi. Fyrirtækið byggir upp náið samband við viðskiptavini sína og að styður þá með þjónustu og ráðgjöf til lengri tíma. Sérfræðingar Prógramms setja sig vel inn í starfsemi viðskiptavina og leitast við að hjálpa þeim að ná sem mestu hagræði í starfsemi sinni.

Sjúkratryggingar íslands

Á hverjum degi taka kerfin okkar hjá SÍ á móti meira en 50.000 skeytum í gegnum vefþjónustur eða um 20.000.000 skeytum á ári. 

Með rauntímasamskiptum við þjónustuveitendur í heilbrigðiskerfinu fá viðskiptavinir hraðari og betri þjónustu en áður.

Menntasjóður námsmanna

Á hverju ári eru lánveitingar LÍN milli 7 og 8 milljarðar. Með lánakerfi Prógramm er haldið utan um skuldabréf, innborganir, útborganir og aðrar upplýsingar varðandi lán til námsmanna.

Tryggingastofnun

Í janúar 2020 greiddi TR yfir 12,5 milljarða til 67.400 viðskiptavina sinna. Við gerum því ráð fyrir að greiðslur ársins verði um 150 milljarðar.

Við erum stolt af því að Reikningakerfið okkar tryggir greiðsluþegum TR öruggar greiðslur til þeirra.

Við vinnum fjölbreytt verkefni

MerkiFélags sjúkraþjálfara

Félag sjúkraþjálfara

Vefkerfið Gagni.is var þróað með Félagi sjúkraþjálfara. Í kerfinu eru tímabókunarkerfi, reikningakerfi með samtengingu við Sjúkratryggingar Íslands, sjúkraskráningarkerfi og rafrænar undirskriftir.

Kerfið tryggir betri nýtingu og sparar tíma fyrir viðskiptavini, sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands.

Merki Alþingis

Alþingi

Nýlega tók skrifstofa Alþingis í notkun tvö ný kerfi sem Prógramm forritaði. Um er að ræða endurskrift á Málakerfi þingsins þar sem haldið er utan um skráningar á flestum málum er tengjast þingfundum. Einnig var kerfið Stýra endurskrifað en það er notað m.a. til að stýra þingfundum, ræðuskráningum, tímaútlutunum og atkvæðagreiðslum.

Sjúkratryggingar

Prógramm heldur utan um flest meginkerfi Sjúkratrygginga Íslands.  Með kerfum okkar eru tryggð samskipti milli þjónustuveitenda og SÍ.  Kerfin senda t.d. upplýsingar um réttindi viðskiptavina til þjónustuveitenda í rauntíma og taka á móti reikningum frá þeim. Þannig sparast mikill tími og umstang fyrir starfsfólk SÍ og  viðskiptavini.