Okkur er treyst til góðra verka

Við sérhæfum okkur í sérsmíðuðum hugbúnaði.

Við þróum og rekum meginkerfi hjá stofnunum og fyrirtækjum. Við tökum þátt í greiningu, þróun og innleiðingu stórra og smárra hugbúnaðarlausna með viðskiptavinum okkar.

Hvernig getum við aðstoðað?

Við vinnum fjölbreytt verkefni

MerkiFélags sjúkraþjálfara

Félag sjúkraþjálfara

Gagni var þróaður með Félagi sjúkraþjálfara. Í kerfinu eru tímabókunarkerfi, reikningakerfi með samtengingu við Sjúkratryggingar Íslands, sjúkraskráningarkerfi og rafrænar undirskriftir.

Kerfið tryggir betri nýtingu og sparar tíma fyrir viðskiptavini, sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands.

Alþingi

Nýlega tók skrifstofa Alþingis í notkun tvö ný kerfi sem Prógramm forritaði. Um er að ræða endurskrift á Málakerfi þingsins þar sem haldið er utan um skráningar á flestum málum er tengjast þingfundum. Einnig var kerfið Stýra endurskrifað en það er notað m.a. til að stýra þingfundum, ræðuskráningum, tímaútlutunum og atkvæðagreiðslum.

Sjúkratryggingar

Prógramm heldur utan um flest meginkerfi Sjúkratrygginga Íslands.  Með kerfum okkar eru tryggð samskipti milli þjónustuveitenda og SÍ. Með þeim sparast mikill tími og umstang fyrir starfsfólk SÍ og  viðskiptavini. Kerfin senda t.d. upplýsingar um réttindi til þjónustuveitenda og taka á móti reikningum frá þeim.

Framúrskarandi fyrirtæki

Við erum stolt af því að hafa tilheyrt hópi framúrskarandi fyrirtækja Creditinfo óslitið frá árinu 2013.

LÍN

Á hverju ári eru lánveitingar LÍN milli 7 og 8 milljarðar. Með lánakerfi Prógramm er haldið utan um skuldabréf, innborganir, útborganir og aðrar upplýsingar varðandi lán til námsmanna.

Tryggingastofnun

Í janúar 2020 greiddi TR yfir 12,5 milljarða til 67.400 viðskiptavina sinna. Við gerum því ráð fyrir að greiðslur ársins verði um 150 milljarðar.

Við erum stolt af því að Reikningakerfið okkar tryggir greiðsluþegum TR öruggar greiðslur til þeirra.

Sjúkratryggingar íslands

Á hverjum degi taka kerfin okkar hjá SÍ á móti meira en 50.000 skeytum í gegnum vefþjónustur eða um 20.000.000 skeytum á ári. 

Með rauntímasamskiptum við þjónustuveitendur í heilbrigðiskerfinu fá viðskiptavinir hraðari og betri þjónustu en áður.

Sérsmíði eða staðlað kerfi?

Borgar sig að sérsmíða hugbúnað? Svarið er ekki já eða nei, það fer eftir því hverjar þarfir þínar eru.

Stundum henta stöðluð kerfi ekki rekstrinum. Fyrir því geta verið margar ástæður s.s. tungumálastuðningur eða að kerfið þarf að uppfylla kröfur sem gerðar eru í lögum og reglugerðum sem staðlað kerfi býður ekki upp á.  Fyrirtæki getur einnig verið að uppfylla nýjar þarfir eða vinna á nýjum markaði sem þarfnast útfærslu á nýju kerfi eða rafrænni þjónustu.  Ástæðurnar geta verið fjölmargar.

Það getur verið dýrt að vera með hugbúnað sem leysir aðeins hluta af því verkefni sem leysa þarf. Það er dýrt að nota vinnuafl í handavinnu sem sérsmíðaður hugbúnaður getur leyst. Rafrænar lausnir tryggja líka einsleita afgreiðslu sem getur verið mikilvægt í mörgum tilfellum.

Það er ekki víst að alltaf þurfi að gera kerfi frá grunni. Hugsanlega er hægt að bæta við staðlað kerfi einingu sem leysir þau vandamál sem það ræður ekki við.

Heyrðu í okkur og fáðu ráðgjöf um hvað hentar þér.