Sérsmíðuð hugbúnaðarkerfi

Prógramm sérhæfir sig í hönnun og þróun á hugbúnaði fyrir íslenskar stofnanir og fyrirtæki. Við höfum þróað mörg af stærstu hugbúnaðarkerfum landsins og líklega hefur hver einasti Íslendingur fengið þjónustu sem studd er af kerfi sem Prógramm hefur þróað. Hafir þú farið til tannlæknis, fengið lyf í apóteki, farið til sjúkraþjálfara, átt samskipti við Íbúðalánasjóð eða LÍN þá hefur þú fengið þjónustu sem veitt er af kerfum okkar.

Við leysum flókin verkefni

Við höfum aldrei rekist á vandamál. Bara úrlausnarefni. Ef eitthvað er ekki hægt, tekur það bara aðeins lengri tíma.

Við erum vön að fást við flókna útreikninga þar sem ekkert má mistakast, sjá um útgreiðslur sem skipta milljörðum, flókin bókhaldskerfi þar sem engu má skeika, stóra og flókna gagnagrunna, samskipti milli margra ólíkra kerfa og síkvikult umhverfi þar sem bregðast þarf skjótt við.

Hönnun gagnagrunna

Á bak við öll kerfi þarf gagnagrunn. Við höfum mikla reynslu í útfærslu og viðhaldi flestra tegunda gagnagrunna hvort sem það eru Oracle, MS-SQL, No-SQL, MySQL, Informix eða önnur tækni.

Mörg kerfa okkar byggja á stórum gagnagrunnum. Stærstu gagnagrunnar sem við þjónustum eru núna yfir 5TB og mikil krafa gerð um hraða og gott aðgengi að gögnum.

Hönnun gagnagrunna

Á bak við öll kerfi þarf gagnagrunn. Við höfum mikla reynslu í útfærslu og viðhaldi flestra tegunda gagnagrunna hvort sem það eru Oracle, MS-SQL,  No-SQL, MySQL, Informix eða önnur tækni.

Mörg kerfa okkar byggja á stórum gagnagrunnum. Stærstu gagnagrunnar sem við þjónustum eru núna yfir 5TB og mikil krafa gerð um hraða og gott aðgengi að gögnum.

Vefþjónustur og samþætting kerfa

Tölvukerfi eru nytsamleg ein og sér en með samþættingu kerfa er hægt að ná fram mikilli hagkvæmni og vinnusparnaði. Með því að láta tölvukerfin tala saman má sjálfvirknivæða vinnu sem felur í sér endurtekningar og nota mannauðinn í verðmætari verkefni.

Til að auðvelda kerfunum að eiga samskipti er algengast að settar séu upp vefþjónustur sem geta verið af ýmsum toga. Við höfum reynslu í þróun og viðhaldi á hvers kyns vefþjónustum s.s. SOAP, REST og Mule sem skrifaðar eru með margvíslegum aðferðum.

Við erum vön að útfæra vefþjónustur sem taka við og senda gríðarlegt magn skeyta sín á milli á hverjum degi.  Stærstu kerfi okkar meðhöndla allt að 200.000 fyrirspurnir á dag eða 50.000.000 fyrirspurnir á ári.

Innri vefir

Aðgengi starfsmanna að upplýsingum óháð staðsetningu, tíma eða tækjabúnaði verður sífellt algengari krafa. Við höfum aðstoðað viðskiptavini okkar við hönnun og þróun á innri veflausnum sem auka skilvirkni og framleiðni starfsmanna.

Innri vefir

Aðgengi starfsmanna að upplýsingum óháð staðsetningu, tíma eða tækjabúnaði verður sífellt algengari krafa. Við höfum aðstoðað viðskiptavini okkar við hönnun og þróun á innri veflausnum sem auka skilvirkni og framleiðni starfsmanna.

Þjónustuvefir og rafræn þjónustuferli

Með aukinni tækni hafa opnast fjölbreyttir möguleikar fyrir fyrirtæki til að ná fram aukinni hagræðingu með því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á rafræna þjónustu. Að sama skapi vilja viðskiptavinir aðgengi að upplýsingum og þjónustu þegar þeim hentar.  Það má því sannarlega segja að þarna fari saman hagsmunir fyrirtækja og viðskiptavina þeirra.

Við höfum þróað fjölbreyttar lausnir fyrir viðskiptavini okkar sem gera þeim mögulegt að veita fjölbreytta þjónustu. Viðskiptavinir geta t.d. sent inn umsóknir og gögn, fengið aðgang að upplýsingum um viðskipti sín eða afgreitt sig að fullu á þjónustuvef.

Innleiðing, þjónusta og viðhald

Þegar tölvukerfi hefur verið þróað þarf að koma því í gagnið og halda við.  Við aðstoðum viðskiptavini okkar við innleiðingarferlið og hjálpum notendum kerfanna að byrja að nota þau. Við sinnum viðhaldi og almennri þjónustu við kerfin, allt frá notendaaðstoð til 24/7 vöktunarþjónustu ef þess er óskað. Viðskiptavinir okkar geta fengið aðgang að beiðnakerfi okkar, skráð þar beiðnir og fylgst með framgangi verkefna.

Innleiðing, þjónusta og viðhald

Þegar tölvukerfi hefur verið þróað þarf að koma því í gagnið og halda við.  Við aðstoðum viðskiptavini okkar við innleiðingarferlið og hjálpum notendum kerfanna að byrja að nota þau. Við sinnum viðhaldi og almennri þjónustu við kerfin, allt frá notendaaðstoð til 24/7 vöktunarþjónustu ef þess er óskað. Viðskiptavinir okkar geta fengið aðgang að beiðnakerfi okkar, skráð þar beiðnir og fylgst með framgangi verkefna.